Hægt að nýta jarðhita á Vestfjörðum

Haukur Jóhannesson starfar sjálfstætt en vann áður lengi hjá Orkustofnun …
Haukur Jóhannesson starfar sjálfstætt en vann áður lengi hjá Orkustofnun og fleiri opinberum stofnunum. Þá hefur hann skrifað mikið um jarðfræði. Hann er frá Finnbogastöðum í Árneshreppi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þótt Vestfirðir séu opinberlega skilgreindir sem „kalt svæði“ er þar að finna töluverðan jarðhita. Haukur Jóhannesson jarðfræðingur hefur unnið að kortlagningu hans.

Hann telur mögulegt að koma upp hitaveitum á flestum þéttbýlisstöðum landsins.Verstu aðstæðurnar eru að hans mati á Austurlandi. Þar eru sprungurnar lokaðar og lítið um jarðskjálfta til að brjóta þær upp til að losa um jarðhitann sem kann að vera undir.

Þá telur Haukur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag, að þungt verði fyrir fæti að finna vatn á utanverðu Snæfellsnesi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert