Leitar að fjölskyldu sinni á Íslandi

Svanhildur Mathiasdóttir, síðar Kjartansdóttir
Svanhildur Mathiasdóttir, síðar Kjartansdóttir Úr einkasafni.

Ég er að leita að fjölskyldu hálfsystur móður minnar og þar af leiðandi minnar. Hún var frá Íslandi og hét Svanhildur Mathiasdóttir, síðar Kjartansdóttir. Svona hefst bréf sem mbl.is barst nýlega frá norskri konu sem leitar að ættingjum sínum hér á landi.

Undir bréfið ritar Åsrunn Eline Dalen. Hún segir Svanhildi, hálfsystur móður sinnar, hafa látist úr krabbameini fyrir nokkrum árum á sjúkrahúsi á höfuðborgarsvæðinu, 79 ára gömul. Frændi Åsrunnar, bróðir móður hennar, vissi af hálfsysturinni á Íslandi en sagði fjölskyldunni í Noregi ekki frá henni fyrr en honum barst bréf frá Íslandi eftir andlát Svanhildar. Åsrunn telur að eitt af börnum Svanhildar hafi sent bréfið sem glataðist því miður og því leitaði hún til mbl.is í von um að finna fjölskyldu sína.

Åsrunn segir einnig að faðir Svanhildar hafi heitið Matias Hellebust og verið frá Noregi. Þá hafi Svanhildur verið fædd að sumri til árið 1935. Hún tekur fram að hún hafi upplýsingarnar frá frænda sínum sem sé farinn að tapa minninu að einhverju leyti og því geti verið að upplýsingarnar hafi skolast til. Fréttinni fylgja tvær myndir af Svanhildi. 

Uppfært kl. 15:26

Åsrunn Eline Dalen biður ættingja sína um að hafa samband við sig í gegnum netfangið a-edalen@online.no 

Svanhildur Mathiasdóttir, síðar Kjartansdóttir
Svanhildur Mathiasdóttir, síðar Kjartansdóttir Úr einkasafni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert