Reykjavík vermir botninn

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Reykjavíkurborg kemur verst allra sveitarfélaga út úr nýrri þjónustukönnun Gallup sem gerð var á tímabilinu 13. nóvember í fyrra til 5. janúar á þessu ári.

Vermir hún neðsta sætið í átta þáttum af tólf sem kannaðir voru samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Niðurstöðurnar hafa ekki verið gerðar opinberar og hefur borgin neitað að kaupa þær.

Í gær samþykkti meirihluti borgarráðs að fela skrifstofustjóra borgarinnar að útfæra eigin þjónustukönnun meðal borgarbúa. Í könnun Gallup í fyrra vermdi borgin einnig botnsætið þegar spurt var um þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert