Risastór ráðstefna í HÍ

Háskóli Íslands
Háskóli Íslands mbl.is/Sigurður Bogi.

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands hefur fengið réttinn til þess að halda ráðstefnuna European Academy of Management (EURAM) á Íslandi árið 2018.

Ráðstefnan er ein sú stærsta á sviði viðskiptafræði í Evrópu og stærsta ráðstefna sem haldin hefur verið á þessu sviði á Íslandi, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Áætlað er að um 1.200-1.400 manns sæki ráðstefnuna frá útlöndum. EURAM er þekkingarsamfélag háskóla í 49 löndum sem stofnað var árið 2001 og miðar að því að efla rannsóknir og þekkingarsköpun í viðskiptafræði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert