Valsmenn vilja reisa gistihús fyrir leikmenn sína

Ný bygging mun tengja saman eldri hús við íþróttamiðstöðina.
Ný bygging mun tengja saman eldri hús við íþróttamiðstöðina. Alark arkitektar

Knattspyrnufélagið Valur hefur sótt um endurnýjun á byggingarleyfi hjá Reykjavíkurborg fyrir 2. áfanga íþróttamiðstöðvar félagsins að Hlíðarenda.

Um er að ræða 1.000 fermetra í einnar hæðar tengibyggingu og tveggja hæða framlengdu íþróttahúsi með samtals 11 gistieiningum, ásamt aðstöðu fyrir sjúkraþjálfara. Hyggjast Valsmenn nýta þessa gistiaðstöðu fyrir leikmenn sína og þjálfara í fótbolta, handbolta og körfubolta, annaðhvort frá útlöndum eða utan af landi.

Í umsókn til byggingarnefndar er bent á að Valur leigi íbúðir úti um allan bæ fyrir leikmenn og þjálfara, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert