Verið innilokuð í rúman mánuð

Frá snjómokstri í Árneshreppi.
Frá snjómokstri í Árneshreppi. Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson

Vegir til Árneshrepps á Ströndum hafa ekki verið mokaðir síðan í ársbyrjun og enginn mokstur er á áætlun fyrr en 20. mars næstkomandi. Er sveitarfélagið það eina á landinu sem í heild sinni heyrir undir svokallaða G-reglu Vegagerðarinnar. Loka vegir því í raun þann 1. nóvember og opnast ekki aftur fyrr en í mars.

Þetta kemur fram í frétt vefmiðilsins Bæjarins besta. Einar Pálsson forstöðumaður hjá Vegagerðinni segir þar í viðtali að ekki sé í hyggju að breyta fyrirkomulaginu.

Bent á að byggðin muni leggjast af

„Frekari rýmkun á G-reglu hefur ekki komið til álita,“ segir Einar. „Snjómokstursreglur eru undirritaðar af innanríkisráðherra og gefnar út opinberlega. Það er því ekki á valdi Vegagerðarinnar einnar að breyta reglunum sem slíkum.“

Elín Agla Briem þjóðmenningarbóndi í Trékyllisvík segir í samtali við BB að ástandið sé heldur dapurt. Málið sé mun stærra en svo að það snúist einungis um að veita vetrarþjónustu á vegum „Fólk hér hefur lengi bent á að ef ekkert verður gert mun byggðin leggjast af.“

Ítarlegri umfjöllun BB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert