Vindmyllugarður í A-Landeyjum

Horft til vesturs frá Bakkavegi. Spennistöðin í Rimakoti sést til …
Horft til vesturs frá Bakkavegi. Spennistöðin í Rimakoti sést til hægri við vindmyllurnar. Á þessari tölvugerðu mynd eru sýndar vindmyllur af stærri gerðinni sem hugmyndin er að reisa á svæðinu. Tölvumynd/Arctic Hydro/EFLA verkfræðistofa

Arctic Hydro kynnti í gær sveitarstjórn Rangárþings eystra áform um byggingu vindmyllugarðs í Austur-Landeyjum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Skírnir Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri Arctic Hydro, að þeir hefðu undanfarið átt í viðræðum við landeigendur á svæðinu og komist að samkomulagi við þá um rannsóknir og nýtingu á vindorku.

Fyrir nokkru sóttu eigendur jarðanna Guðnastaða og Butru ásamt Arctic Hydro um leyfi til að reisa allt að 60 metra hátt tilraunamastur í landi Butru til mælinga á vindi, eins og Morgunblaðið greindi frá 19. janúar sl. Hugmyndin er að reisa vindmyllurnar nálægt spennistöðinni í Rimakoti, neðst og austast í A-Landeyjum. Nú er komið að því að hefja formlegar viðræður við sveitarfélagið, að sögn Skírnis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert