Brjálað að gera í þyrluflugi með ferðamenn

Sífellt fleiri ferðamenn fara í þyrluflug til að skoða landið. …
Sífellt fleiri ferðamenn fara í þyrluflug til að skoða landið. Hér eru nokkrir á ferð með Þyrluþjónustunni. mbl.is/RAX

„Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá okkur, sérstaklega síðustu daga þegar veðrið hefur verið svona frábært,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Þyrluþjónustunni, Helo.

Þyrla fyrirtækisins hefur vart stöðvast að undanförnu með ferðamenn sem vilja skoða landið úr lofti. Einnig hafa þyrlur verið teknar á leigu ef ekki hefur tekist að anna eftirspurninni.

Sömu sögu er að segja af Norðurflugi Helicopters, sem er með fimm þyrlur á sínum vegum, þar af eina í leigu frá Air Greenland, að því er fram kemur í umfjöllun um þennan þátt ferðamennskunnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert