Einn sótti um stöðu prests

Mosfellsbær
Mosfellsbær Sigurður Bogi Sævarsson

Einn umsækjandi er um embætti prests í Mosfellsprestakalli Kjalarnessprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. mars nk.

Umsækjandinn er séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn.

Frestur til að sækja um embættið rann út 9. febrúar sl. Biskup Íslands skipar í embættið að fenginni niðurstöðu almennra prestskosninga í prestakallinu, en rúmlega þriðjungur sóknarbarna óskaði eftir almennri kosningu og vísaði í 1. mgr. 15. gr. starfsreglna um val og veitningu prestsembætta nr. 1109/2011.

Það var stuðnings­hóp­ur sr. Arn­dís­ar sem stóð fyrir söfn­un­inni en hún hef­ur starfað við sókn­ina í fjölda ára.

Frétt mbl.is: Kjósa um prest í Mosfellsbæ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert