Tugir hótela eru í undirbúningi

Grensásvegur 16a. Stefnt er að opnun hótelsins fyrir næsta sumar.
Grensásvegur 16a. Stefnt er að opnun hótelsins fyrir næsta sumar. Tölvuteikning/Alark arkitektar

Tæplega 3.300 hótelherbergi eru í smíðum eða í undirbúningi á Íslandi á næstu misserum. Sé miðað við efri mörk á umræddum framkvæmdum hækkar talan í tæplega 3.500 hótelherbergi.

Líklegt er að öll hótelin verði komin í gagnið 2020. Við þessa samantekt var horft til 38 verkefna víðsvegar um landið sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Tímasetningar liggja fyrir um opnun 29 þessara hótela, eða viðbótarálma við núverandi hótel. Óvíst er hvenær hin níu hótelin, eða viðbótarálmurnar, verða opnuð.

Meðal þeirra er hótel á Tryggvagötureitnum í Reykjavík og ný álma á Grand Hótel Reykjavík. Það á við um nær öll hótelin níu, sem óvíst er hvenær verða opnuð, að fjársterkir aðilar eru að baki þeim verkefnum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert