Bjart er yfir Bláfjöllum

Skíðakappar í Bláfjöllum.
Skíðakappar í Bláfjöllum. mbl.is/Eggert

Þeir sem eru í stuði til að renna sér niður fjallshlíðar á skíðum, snjóbretti eða á sleða ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dag, hvort sem þeir eru í nágrenni Bláfjalla, Hlíðarfjalls eða í Tungudal. Flest skíðasvæði eru opin í dag.

Í dag verður opið í Bláfjöllum frá kl. 10-17. Forsvarsmenn svæðisins segja að þetta stefni í einn fallegasta dag ársins.

Skíðasvæði Tindastóls í Skagafirði verður opið frá kl. 11-16. Veðrið er sagt vera frábært færið æðislegt.

Skíðasvæðið á Siglufirði er opið í dag frá 10-16. Búið að troða 7 skíðaleiðir.

Þá verður opið í Hlíðarfjalli á Akureyri frá 10-16. Skíðaskóli fyrir börn er í dag frá 10-14, og er hann einnig alla vikuna frá 11-13.

Skíðasvæðið á Dalvík er opið í dag kl. 10-16. 

Síðast en ekki síst, þá er opið í Tungudal á frá 10-16 og á Seljalandsdal frá kl. 10 að sögn forstöðumanns Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. Þar stefnir í flottan dag. 

Það er þó rétt að minnast á athugasemd frá Veðurstofu Íslands, en þar er fólki sem er ferð í fjalllendi  bent á óstöðug snjóalög séu víða um land og því hætta á ferðamenn komi af stað snjóflóðum.

Þá mælist óson óvenjulágt nú yfir Íslandi og er spáð sólbjörtu veðri í dag. Ef útvistarfólk er um lengri tíma í sól, þar sem snjór einnig hylur jörðu, er rík ástæða til að verja sig gegn geislum sólar, t.d. með því að nota sólgleraugu og sólvörn.

Það er vanalega fjör í brekkunum. Fólk er þó hvatt …
Það er vanalega fjör í brekkunum. Fólk er þó hvatt til að fara varlega. mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert