Bónorð í kallkerfinu hjá WOW

WOW sýndi frá bónorðinu á Snapchat.
WOW sýndi frá bónorðinu á Snapchat. Skjáskot af Snapchat hjá WOW

„Þau voru svo falleg og hann var svo fallegur. Hann grét þegar hann bar fram bónorðið,“ segir Helga Braga Jónsdóttir, skemmtikraftur og flugfreyja hjá WOW air, og lýsir bónorði sem átti sér stað um borð í vél félagsins á leið frá París í dag. „Ég er búin að vera mjúk eins og smjör eftir þetta.“

„Þetta var á leiðinni heim frá París, borg ástarinnar, og á valentínusardeginum, degi ástarinnar,“ segir Helga og lýsir atburðarásinni dreymin. „Það kemur til mín fagur maður og spyr hvort einhver tali frönsku. Ég játa því og maðurinn titrar af geðshræringu og segir: „Ég er að fara að biðja kærustunnar minnar um borð. Mætti ég nokkuð nota hátalarakerfið?“

Parið er franskt og var á leið í frí til Íslands.

Helga segist að sjálfsögðu hafa svarað beiðninni játandi og bætir við að flugliðarnir hafi jafnframt beðið um fimm mínútur til þess að fullkomna augnablikið og draga fram kampavín og setja súkkulaðimola fyrir farþega í körfur. „Við vildum gera fallega stund úr þessu,“ segir hún.

„Síðan leiddi ég hann fremst og kenndi honum á kallkerfið,“ segir Helga.

Eins og í amerískri bíómynd

Hún segir manninn hafa byrjað á því að játa ást sína fyrir kærustunni. „Hann segir: „Ástin mín, ég hef verið ástfanginn af þér... en síðan átti ég erfitt með að skilja hann vegna þess að hann var í svo mikilli geðshræringu. Þá byrjaði hann að gráta og hún færði sig fram á ganginn,“ segir Helga.

„Síðan fór hann á hnén eins og í amerískri bíómynd og bað hana að giftast sér. Hún fór að gráta og öll vélin klappaði,“ segir Helga. 

Hún segir að flugmaðurinn hafi þá borið upp eina ráðleggingu. „Flugmaðurinn segist hafa verið giftur í sextán ár og hafa eina ráðleggingu,“ segir Helga og bætir við að ráðið hafi falist í því að segja alltaf „oui, mon amour“ sem útleggst „já, ástin mín“ á íslensku.

„Ég hef aldrei séð svona áður, þar sem farið er niður á hné og allir klappa,“ segir Helga. „Ástin sveif alveg yfir vötnum.“ 

Aðspurð hvort hún hafi nokkuð fengið of stóran skammt af rómantík segist hún alveg höndla þetta. „Þetta er ekkert of mikið. Bara æðislegt. Ég get alveg tekið svona mikilli rómantík.“

Parið er franskt og kom til Íslands í dag.
Parið er franskt og kom til Íslands í dag.
Helga Braga Jónsdóttir, skemmtikraftur og flugfreyja hjá WOW, segist vel …
Helga Braga Jónsdóttir, skemmtikraftur og flugfreyja hjá WOW, segist vel höndla rómantíkina. Ernir Eyjólfsson
Ástin sveif yfir vötnum segir Helga Braga Jónsdóttir.
Ástin sveif yfir vötnum segir Helga Braga Jónsdóttir. Skjáskot af Snapchat hjá WOW
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert