„Lagði símann frá sér einu sinni“

Andlit vagnstjórans hefur verið afmáð á myndinni.
Andlit vagnstjórans hefur verið afmáð á myndinni. Aðsend ljósmynd

Bílstjóri strætisvagns notaði síma undir stýri nánast viðstöðulaust á háannatíma á föstudag. Þetta segir faðir barns sem var í vagninum í samtali við mbl.is. Barnið tók meðfylgjandi myndir þegar það var á leið af íþróttaæfingu.

Faðirinn, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir að barnið hafi ekki getað orða bundist við matarborðið eftir að hafa tekið sér far með vagninum síðdegis á föstudag. Mun bílstjórinn meðal annars hafa verið á Facebook í símanum og sent úr honum textaskilaboð á meðan ferð barnsins stóð, eða í rúmar tíu mínútur, en um er að ræða leið númer 28.

Frétt mbl.is: Má nota snjallsíma undir stýri?

„Það var aðeins í eitt skipti sem hann lagði símann frá sér og það var þegar hann var að fara í gegnum hringtorg til að hafa báðar hendur á stýrinu. Annars var hann alltaf með símann í hendinni,“ segir viðmælandi í samtali við mbl.is. Hann segir að sorglegt sé að horfa upp á þetta eftir umræðu um hegðun vagnstjóra undanfarna daga.

Skýr viðurlög innan Strætó

Jóhannes Rúnarsson forstjóri Strætó segir í samtali við mbl.is að atvik sem þessi gerist því miður annað slagið. Hann telur að þeim fari ekki fjölgandi. Viðurlög við svona brotum séu skýr innan fyrirtækisins.

„Þetta er skýrt í reglum vagnstjóra og auðvitað í lögum. Þeir fá áminningu og ef brotið er ítrekað þá getur það þýtt starfsmissi. Við tökum alltaf á því þegar svona kemur upp og það er gott að fá ábendingar frá farþegum því þá getum við gripið til ráðstafana.“

Talaði í síma og ók á fólksbíl

Rúmlega hálft ár er síðan stræt­is­vagn og fólks­bíll lentu í árekstri á Sæ­braut­inni. Að sögn farþega um borð í stræt­is­vagn­in­um var bíl­stjór­inn að tala í farsíma án hand­frjáls búnaðar þegar hann ók vagninum á fólks­bíl. 

Frétt mbl.is: Talaði í síma án handfrjáls búnaðar

Tals­verð umræða hef­ur verið að und­an­förnu um hætt­ur þess að bíl­stjór­ar tali í síma und­ir stýri, sendi smá­skila­boð og taki mynd­ir og mynd­bönd með farsím­um sín­um.

Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráðherra sagði á miðvikudag að þetta væri áhyggju­efni. Í ráðuneyt­inu sé nú verið að skoða hert viður­lög, hækk­un sekta og fleira í tengsl­um við ólög­mæta snjallsíma­notk­un öku­manna.

Frétt mbl.is: Skoða að hækka sektir verulega

Vagnstjórinn er sagður hafa lagt símann frá sér aðeins einu …
Vagnstjórinn er sagður hafa lagt símann frá sér aðeins einu sinni. Aðsend ljósmynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert