Slökkvilið kallað í Hafnarfjörð

Mynd úr safni af slökkviliðsbíl að störfum.
Mynd úr safni af slökkviliðsbíl að störfum. mbl.is/Styrmir Kári

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í íbúðarhús í Hafnarfirði um kl. 17 í dag en grunur lék á um að upp hefði komið eldur.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kom í ljós þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang að aðeins væri um svonefnda pottaelda að ræða, þ.e. pottur hafði gleymst á hellu með þeim afleiðingum að mikill reykur safnaðist í íbúðinni.

Var reykkafari sendur inn í íbúðina og reykræsti slökkviliðið íbúðina í framhaldinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert