Stöðvaður með hvalbein frá Íslandi

Beinin sem voru gerð upptæk.
Beinin sem voru gerð upptæk. Mynd af Twitter

Farþegi sem kom með flugi frá Keflavík til Baltimore var stöðvaður á flugvellinum ytra vegna hvalbeina sem fundust í farangrinum. Þjóðerni farþegans liggur ekki fyrir.

Í tilkynningu frá tolleftirlitinu á Thurgood Marshall-flugvellinum í Baltimore segir að beinin hafi fundist við skoðun á farangri farþegans sem hélt því fram að um hvalbein væri að ræða.

Innflutningur á sumum beinum er bannaður í Bandaríkjunum og eru bein dýra í útrýmingarhættu þar á meðal.

Tollverðir gerðu beinin upptæk og verða þau send til rannsóknar. Ef beinin reynast ekki vera af dýri í útrýmingarhættu verður þeim skilað aftur til eigandans. 

Frétt NBC Washington.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert