Verður leidd fyrir dómara á föstudaginn

Frá Toronto.
Frá Toronto. AFP

Íslensk kona, sem handtekin var á alþjóðaflugvellinum í Toronto í Kanada í desember, verður leidd fyrir dómara í borginni seinna í vikunni eða 19. febrúar. Þá mun hún annað hvort lýsa yfir sekt eða sakleysi að sögn Louise Savard yfirmanns hjá Konunglegu kanadísku riddaralögreglunni í samtali við mbl.is. Að sögn Savard er rannsókn málsins enn í gangi og gengur vel.

Konan var handtekin með tæplega kíló af kókaíni, eða 954 grömm að sögn Savard. 

Eins og fyrr hefur komið fram var konan handtekin 18. desember og hefur hún setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Fyrri frétt mbl.is: Leidd fyrir dómara í fíkniefnamáli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert