Með sprautunálar í nærbuxunum

Undanfarna daga hefur Lögreglan á Suðurnesjum lagt hald á nokkuð magn fíkniefna.

Í tilkynningu frá embættinu segir frá tilviki þar sem lögregla stöðvaði bifreið með fimm einstaklingum innanborðs í annarlegu ástandi.

„Ökumaðurinn reyndist hafa neytt amfetamíns og var einnig sviptur ökuréttindum. Farþegi var með hníf í buxnastreng og sprautunálar og amfetamín í umbúðum í nærbuxum. Annar farþegi var einnig með amfetamín innan klæða. Hinn þriðji var með slatta af töflum í fórum sínum sem hann gat ekki gert grein fyrir.“

Auk þessa segir lögregla nokkra amfetamínpoka hafa fundist í bifreiðinni. Þá hafi fundist sterar við húsleit sem gerð var í kjölfarið á heimili eins farþeganna. 

„Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert