Ársfangelsi fyrir barnaklám og fjársvik

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Breskur karlmaður, Reece William Scobie, var dæmdur í héraðsdómi Reykjaness í eins árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik og vörslu barnakláms. Hann hefur verið nefndur vanaafbrotamaður af lögreglunni og var meðal annars úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til dómur myndi falla þar sem hluti fjársvikanna voru framin meðan hann var í farbanni hér á landi.

Maðurinn var fundinn sekur um að hafa svikið út flugmiða að verðmæti 722 þúsund, gistingu, stolið ferðatölvu og myndavél, skoðað gögn í eigu gistiheimilis, svikið út annan varning að verðmæti 1,9 milljón krónur og reynt að svíkja út vörur fyrir 1,1 milljón. Scobie játaði brot sín.

Þá hafði Scobie í vörslu sinni í dreifingarskyni samtals 4.750 ljósmyndir og 345 kvikmyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Dómurinn lét geðlæknir meta sakhæfi Scobie og var hann talinn sakhæfur. Auk fangelsisvistar þarf hann að greiða 3,3 milljónir í sakarkostnað og endurgreiða tæplega milljón vegna svikanna.

Frétt mbl.is: Meintur svikari áfram í gæsluvarðhaldi

Frétt mbl.is: Grunaður fjársvikari með barnaklám

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert