Búið að loka Hellisheiði

Hellisheiði er lokuð vegna ófærðar.
Hellisheiði er lokuð vegna ófærðar. mbl.is/Styrmir Kári

Búið er að loka Hellisheiði vegna ófærðar. Verið er að kanna hvort loka þurfi vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði.

Hálkublettir og éljagangur er á Reykjanesbraut, á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Hálka eða hálkublettir og éljagangur er nokkuð víða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka eða hálkublettir og þó nokkuð um éljagang. Þæfingsfærð og skafrenningur er á  Bröttubrekku en snjóþekja og skafrenningur á Holtavörðuheiði.
 
Hálka eða snjóþekja og éljagangur er á fletum leiðum á Vestfjörðum. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Gemlufallsheiði. Ekki verður opnað yfir Þröskulda í dag en það er hálka og skafrenningur á Innstrandarvegi. Þungfært er á Mikladal  enn  vegurinn yfir Hálfdán er lokaður vegna óveðurs.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum vegum. Skafrenningur er á Þverárfalli og Vatnsskarði.

Hálka er á flestum leiðum á Austurlandi. Greiðfært er frá Reyðarfirði og að Höfn en þar fyrir vestan er hálka á Skeiðarársandi en annars hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert