Rafmagnstruflanir á Vestfjörðum

Rafmagn hefur slegið út á nokkrum stöðum á Vestfjörðum.
Rafmagn hefur slegið út á nokkrum stöðum á Vestfjörðum. Orkubú Vestfjarða

Slæmt veður hefur slegið út rafmagni á hluta Vestfjarða. Skömmu fyrir sex sló Súðavíkurlína út og er keyrt á varaafli þar. Eins eru truflanir á Barðastrandarlínu og vegna slæms veður má búast við rafmagnstruflunum þar áfram.

Klukkan 04:54 sló Barðastrandarlína út öðru sinni. Línan var sett skömmu seinna inn aftur. Slæmt veður er á svæðinu og búast má við frekari truflunum meðan veðrið gengur yfir, samkvæmt upplýsingum af vef Orkubús Vestfjarða.

Glerárskógarlína 1 leysti út kl. 03:03.  Varaaflsvélar í Bolungarvík keyra fyrir norðanverða Vestfirði. Línan sett inn og látin standa undir spennu, straumleysi út frá Glerárskógum og Geiradal lauk kl:04:35, ákveðið var að láta Mjólkárlínu vera úti þar til veðrinu slotar og keyra Vestfirði með Mjólká og Varaaflstöð Landsnets, segir á vef Landsnets. 

Eins leysir Tálknafjarðalína út en rafmagni hefur verið komið á aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert