Skartgriparæningi áfram í varðhaldi

Gullsmiðjan í Hafnarfirði
Gullsmiðjan í Hafnarfirði mbl.is/Styrmir Kári

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að karl­maður sem ákærður er fyrir að hafa framið rán í skart­gripa­versl­un­inni Gullsmiðjunni í Hafnar­f­irði í októ­ber á síðasta ári skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi þar til dómur hefur fallið. Hann skal þó ekki sitja lengur í varðhaldi en til 11. mars. Málið var þingfest í lok janúar. 

Maðurinn játaði fyrst brotið en við þingfestingu lýsti hann sig saklausan. Ránið framdi hann og annar maður, en þeir fóru inn í verslunina vopnaðir öxi og neyðar­hamri og með and­lit­in hul­in lambús­hett­um. And­virði þýf­is­ins nam tæp­um tveim­ur millj­ón­um króna. Þriðji maður­inn hjálpaði tví­menn­ing­un­um að kom­ast und­an og greiddi fyr­ir þýfið með reiðufé og fíkni­efn­um.

Á flótt­an­um skaut ræn­ing­inn, sem er á þrítugs­aldri, þrem­ur skot­um að lög­reglu­mönn­un­um úr loftskamm­byssu. Þá skaut hann nokkr­um skot­um úr byss­unni upp í loftið. Þegar lög­reglu­mönn­um tókst loks að hafa hend­ur í hári hans fannst nokkuð magn af am­feta­míni á hon­um. Lög­regl­an seg­ir ljóst að maður­inn sé hættu­leg­ur um­hverfi sínu.

Frétt mbl.is: Lýsa sig saklausa af skartgriparáni

Frétt mbl.is: Ræninginn áfram í haldi

Frétt mbl.is: Gert að afplána eftirstöðvar dóms

Frétt mbl.is: Skartgriparæningi áfram í haldi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert