Wael og Feryal fá dvalarleyfi

Wael Aliyadah og Feryal Aldahash með dætur sínar, Jouli og …
Wael Aliyadah og Feryal Aldahash með dætur sínar, Jouli og Jönu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sýrlensku hjónunum Wael Aliga­dah og Feryal Alda­hash hefur verið veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi. Rauði krossinn greinir frá því á Fecebook síðu sinni að hjónin hafi fengið fréttirnar eftir að hafa rölt með dætur sínar, Jönu og Jouli í leikskólann í morgun.

„Þau voru glöð og fegin að fjölskyldan væri nú óhult. Nú tekur við nýr kafli í lífi fjölskyldunnar,“ segir í færslu Rauða krossins.

Hjónin komu til landsins síðasta sumar. Þau höfðu fengið hæli á Grikklandi og var þeim því synjað um efnislega meðferð á umsókn sinni um hæli hér á landi. Málið var sent til kærunefndar útlendingamála, en Wael og Feryal sögðust óttast að enda á götunni, yrðu þau send til baka.

Frétt mbl.is: Vilja gefa Íslend­ing­um gjaf­ir

Frétt mbl.is: „Vilj­um ekki enda á göt­unni“

Frétt mbl.is: Ótt­ast að lög­regl­an sæki þau

Núna í morgun var mikil gleði í lítilli íbúð í miðborg Reykjavíkur. Eftir að hafa rölt með þær Jana og Jouli í leikskó...

Posted by Rauði krossinn on Tuesday, February 16, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert