Engin gögn um samskipti ríkis og borgar

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/RAX

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri svaraði á síðasta borgarráðsfundi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá því 16. júlí, 2015, þar sem óskað var upplýsinga um fundi og samskipti sem formaður borgarráðs og borgarstjóri áttu við innanríkisráðherra eða fulltrúa hans varðandi Reykjavíkurflugvöll, í aðdraganda þess samkomulags sem undirritað var 25. október 2013.

Í fyrirspurninni var óskað eftir að lagðir yrðu fram í borgarráði minnispunktar, samningsdrög og önnur samskipti sem ofangreindir aðilar áttu vegna þessa, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í svari borgarstjóra segir m.a. orðrétt: „Um samkomulagið liggja ekki fyrir hjá Reykjavíkurborg fundargerðir eða önnur skráð samskipti á milli borgarstjóra eða formanns borgarráðs annars vegar og innanríkisráðherra hins vegar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert