Norðurljósasýning í rafmagnsleysi

Ekki náðist mynd af norðurljósunum í kvöld, en þessi mynd …
Ekki náðist mynd af norðurljósunum í kvöld, en þessi mynd er tekin við Skútustaði í Mývatnssveit í október.

Rafmagnslaust er á Fáskrúðsfirði þessa stundina. Samkvæmt upplýsingum frá bilanavakt Rarik á Austurlandi er rafmagn komið á hluta bæjarins og unnið er að því að einangra bilunina. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvað veldur henni, en líkur eru talar á því að bilunin hafi verið í streng inn í bænum.

Albert Kemp, fréttaritari mbl.is á Fáskrúðsfirði, segir að rafmagnsleysið hafi varað í um hálftíma og þegar hann leit út sást aðeins í ljós frá skipum í höfninni auk þess sem náttúran brá á leik. „Bærinn er allur út, aðeins ljós á skipunum og svo dansa norðurljósin yfir fjöllunum. Meiriháttar,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert