Þurftu að klippa ökumanninn lausan

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Slökkviliðsmenn þurftu að klippa ökumann fólksbifreiðar lausan eftir harðan árekstur í Grafarvogi síðdegis í gær. Hann var fluttur á Landspítalann með áverka en er ekki í lífshættu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni skullu jeppabifreið og fólksbifreið saman á gatnamótum í Grafarvoginum um klukkan 17:30. Tveir voru í jeppabifreiðinni og fóru þeir báðir á bráðamóttöku til skoðunar eftir slysið.

Um klukkan 18:00 var ökumaður stöðvaður í miðborginni en hann ók án þess að notast við öryggisbelti. Kannabislykt lagði frá ökumanninum og var hann því handtekinn. Niðurstaða úr þvagprufu leiddi í ljós að ökumaðurinn var undir áhrifum kannabis og var hann því kærður fyrir akstur undir áhrifum kannabis. Hann var einnig kærður fyrir að notast ekki við öryggisbelti.

 Um kl. 19:30 var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðborginni. Rúða hafði verið brotin en engu stolið úr bifreiðinni. Málið er til frekari rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert