4.258 fermetrar með 75 herbergjum

Heilbrigðisráðherra naut góðrar hjálpar við verkið.
Heilbrigðisráðherra naut góðrar hjálpar við verkið. mbl.is/ Styrmir Kári

Heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, steypti í dag fyrstu steypu fyrir tækni og umferðargöngum vegna byggingar nýs sjúkrahótels Landspítala við Hringbraut.

Framkvæmdin fór fram á norðurhluta lóðar Landspítala við Hringbraut klukkan 11 í morgun.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu vel framkvæmdir ganga. Nýtt sjúkrahótel mun bæta þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra strax og það er risið. Þessi fyrsti áfangi framkvæmda við sjúkrahótelið eru sannarlega ánægjulegar fréttir fyrir alla landsmenn,“ segir Kristján Þór í tilkynnginu Nýs Landspítala.

Sjúkrahótelið verður fyrsta nýbygging nýs Landspítala við Hringbraut. Það verður með 75 herbergjum og er áætlað að það verði tekið í notkun árið 2017.

Húsið mun rísa á norðurhluta lóðar Landspítala við Hringbraut milli Kvennadeildar, K-byggingar og Barónsstígs. Aðalhönnuðir hússins eru KOAN-hópurinn, en forhönnun, skipulagsgerð, hönnun gatna og lóðar er unnin af Spital-hópnum.

Húsið verður skreytt með steinklæðningum en listaverkið er unnið af Finnboga  Péturssyni myndlistarmanni samkvæmt samkomulagi hans við Listskreytingarsjóð.

„Sjúkrahótelið er kjallari og fjórar hæðir. Byggingin er 4.258 fermetrar að stærð (brúttó eða 14.780 rúmmetrar (brúttó) með kjallara og tengigöngum sem tilheyra hótelinu. Hótelið mun tengjast Barnaspítala /Kvennadeild um tengigang í kjallara,“ segir í tilkynningu frá Nýjum Landspítala.

.

Ráðherra bar sig fagmannlega að.
Ráðherra bar sig fagmannlega að. mbl.is/ Styrmir Kári
Verkið var myndað í bak og fyrir.
Verkið var myndað í bak og fyrir. mbl.is/ Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert