70% teknanna verði erlendis árið 2017

Viðar Þorkelsson.
Viðar Þorkelsson. mbl.is/Golli

Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir félagið áforma að árið 2017 verði 70% þjónustutekna félagsins vegna starfsemi í útlöndum.

Hlutfallið fór í 52% í fyrra og var það í fyrsta sinn sem erlenda veltan aflaði meira en helmings tekna, að því er fram kemur í umfjöllun um útrás Valitors í Morgunblaðinu í dag.

Samkvæmt ársreikningi 2014 námu rekstrartekjur um 8,6 milljörðum króna og voru þjónustutekjur þar af tæpir 8,2 milljarðar. Má því ætla að tekjur hafi verið á ellefta milljarð í fyrra.  Valitor hefur stofnað eignarhaldsfélög í Danmörku og Bretlandi utan um starfsemi sína í þeim löndum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert