Nafn mannsins sem lést

Morgunblaðið/Sverrir

Maðurinn sem lést er bíll hans fór í höfn­ina í Ólafs­vík síðdeg­is í gær hét Þorgils Björnsson.

Þorgils var 88 ára gamall og búsettur á Ólafsvík. Hann var ógiftur og barnlaus.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá lög­reglu, að Þorgils, sem var einn í bíln­um, hafi komið ak­andi niður á bryggj­una og virðist síðan hafa misst stjórn á hon­um, með þeim af­leiðing­um að bíll­inn fór yfir bryggjukant­inn og hafnaði á hvolfi í höfn­inni. 

Málið er í rann­sókn hjá rann­sókn­ar­deild Lög­regl­unn­ar á Vest­ur­landi.

Banaslys í Ólafsvík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert