Sigldi seglum þöndum inn Ísafjörð

Skútan Bör.
Skútan Bör. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson

Það var tignarleg skúta sem sigldi seglum þöndum inn Ísafjörð í dag. Um er að ræða nítján metra tvímastrað fley sem ber nafnið Bör. 

Fjallað er um skútuna á vefnum Siglo.is, þar sem hún kom við 15. febrúar sl. 

Þar segir að eigandi skútunnar sé Sigurður „Búbbi“ Jónsson en hann er einnig skipstjóri skútunnar. Hún er hollensk og var að mestu gerð út við Lofoten í Noregi. Sigurður er skipatæknifræðingur sem sneri sér að ferðamennsku fyrir nokkrum árum.

Aðallega er gert út yfir sumarið og flestar ferðirnar farnar í Jökulfirðina. Þá hafa ferðir yfir til Grænlands verið vinsælar. 

Skútan Bör.
Skútan Bör. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert