Tekist er á um fasteignaskattinn

Horft yfir Hálslón.
Horft yfir Hálslón. mbl.is/RAX

Fljótsdalshérað og Landsvirkjun takast á um hver álagning fasteignaskatts eigi að vera á vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fól Birni Ingimarssyni bæjarstjóra að svara erindi frá Landsvirkjun um málið. Hæstiréttur dæmdi í fyrra að vatnsréttindi Jökulsár á Dal, sem rennur í Hálslón, yrðu skráð fasteign og verðlögð í fasteignamati.

Landsvirkjun telur að vatnsréttindin falli undir A-skattflokk fasteignagjalda, sem ber 0,5% fasteignaskatt. Fljótsdalshérað telur hins vegar að vatnsréttindin falli undir C-skattflokk, sem ber 1,65% fasteignaskatt. Fasteignamat vatnsréttindanna er um 1.700 milljónir króna (1,7 milljarðar). Samkvæmt A-skattflokki væru fasteignagjöldin um 8,5 milljónir á ári en samkvæmt C-skattflokki rúmlega 28 milljónir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert