Lögregla haft samband við veitur

Lögreglan hefur lýst eftir upplýsingum um ferðir mannsins.
Lögreglan hefur lýst eftir upplýsingum um ferðir mannsins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Nokkur fjöldi ábendinga hefur borist lögreglu um ferðir mannsins sem grunaður er um kynferðisbrot gegn konu í Móabarði á mánudagsmorgun. Þetta segir Árni Þór Sigmundsson yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í samtali við mbl.is segir Árni að ábendingarnar hafi enn ekki leitt til handtöku mannsins.

mbl.is hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að maður­inn hafi villt á sér heim­ild­ir með því að hafa sagst vera á veg­um veitu­fyr­ir­tæk­is og að hann þyrfti að lesa af mæl­um. Þannig hafi hann kom­ist inn til kon­unn­ar og brotið á henni.

Frétt mbl.is: Tengist kynferðisbroti í Hafnarfirði

Árni segir að haft hafi verið samband við veitufyrirtæki sem þjónusta Hafnarfjörð. „Það er búið að kanna þann möguleika en ekkert nýtt hefur komið í ljós. Nú verður haldið áfram að vinna úr vísbendingum auk þess sem við leitum hugsanlegra gagna.“

Ekki er vitað til þess að maðurinn hafi haft til að bera einkenni veitufyrirtækis eða framvísað skilríkjum í þá veru.

Var fölleitur og dökkklæddur

Lögregla lýsti eftir upplýsingum um ferðir mannsins á miðvikudag. Þar seg­ir að hann sé um 180 sm á hæð og föl­leit­ur og hafi verið dökkklædd­ur, með svarta húfu og svarta hanska. Er maðurinn tal­inn vera á aldr­in­um 35 – 45 ára.

Þeir sem geta veitt upp­lýs­ing­ar um mann­inn og ferðir hans eru vin­sam­leg­ast beðnir um að hafa sam­band við lög­reglu á skrif­stofu­tíma í síma 444 1000, en upp­lýs­ing­um má einnig koma á fram­færi á net­fangið abend­ing@lrh.is eða í einka­skila­boðum á fés­bók­arsíðu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert