Prinsipp að fá upplýsingarnar

Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.
Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Bara prinsippsins vegna viljum við vita af hverju og rök Úrskurðarnefnda upplýsingamála eru einmitt þau að okkur sé nauðsynlegt að sjá önnur gögn og samanburðinn til að hægt sé að átta sig á röksemdum Isavia fyrir ákvörðuninni,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri Kaffitárs.

Í viðtali sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina er rætt við Aðalheiði um mál sem hefur tekið eitt og hálft ár en í lok árs 2014 var ljóst að Kaffitár fékk ekki áframhaldandi rekstrarleyfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eftir að hafa verið þar í 10 ár en það mál hefur haft talsverða eftirmála. 

Eftir að niðurstaða lá fyrir þar sem alþjóðlega kaffihúsið Segafredo var opnað í staðinn bað Aðalheiður um að fá sjá gögn og upplýsingar frá þeim sem tóku þátt í svokallaðri forvalsleið. Þessar upplýsingar hefur Isavia neitað að afhenda þrátt fyrir að Úrskurðarnefnd upplýsingamála hafi tvisvar komist að þeirri niðurstöðu að Isavia beri að afhenda Kaffitári gögnin. Rök nefndarinnar eru þau að Kaffitár hafi ekki fengið rökstuðning fyrir einkunnagjöfinni sem réð því hvort þau fengju verslunarpláss. Til þess að geta áttað sig á röksemdunum hafi fyrirtækinu verið nauðsynlegt að sjá samanburðinn.

Þar sem við fáum engin svör við spurningu sem ég hef spurt í eitt og hálft ár hefur maður ástæðu til að ætla að það sé ekki allt með felldu. Við höfðum rekið tvö kaffihús í Leifsstöð í 10 ár og þekktum alla innviði, fermetraverð, viðhalds- og starfsmannakostnað og slíkt. Samt fengum við bara þrjá í einkunn fyrir fjárfestingu og viðhald. Það sem ég segi er að gott og vel – kannski töpuðum við í samkeppninni og þá er það bara þannig.“

<span>Aðalheiður segir að fyrst þeir neiti enn að afhenda gögnin sé eina leiðin að leita til sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu og krefjast þess að gögnin verði sótt með aðför en í maí er munnlegur málflutningur í Héraðsdómi þar sem úrskurðað verður í því. </span>

<span>Í viðtalinu ræðir Aðalheiður líf og störf en í hinum stóra alþjóðlega kaffiheimi eru karlar allsráðandi og þær ráðstefnur sem Aðalheiður sækir ytra eru til dæmis nær alsetnar körlum. </span>

<div>„Við konurnar stingum yfirleitt í stúf en mín reynsla er sú að það komi manni hreinlega vel. Fyrir vikið beinist athyglin frekar að manni því maður er með öðruvísi bakgrunn. </div><div>Það sama myndi ég segja að gildi hérlendis. Ég hef góða reynslu af því að vera kona í viðskiptaumhverfi en á móti kemur að ég get ekki talað af reynslu um hvernig það væri að eiga við þætti eins og að sækja um lán því ég hef verið svo heppin að reka þetta án þess.“</div>
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert