Samningum rift vegna gruns um mansal

Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. mbl.is/Jónas í Fagradal

Víkurprjón í Vík í Mýrdal hefur rift samningum við verktakafyrirtæki í bænum eftir að eigandi þess var handtekinn, grunaður um mansal. Lögreglan og skattayfirvöld fara nú með rannsókn málsins sem beinist eingöngu að umræddu verktakafyrirtæki og starfsemi þess.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Víkurprjóni.

Engin vitneskja var innan Víkurprjóns um það atferli sem viðkomandi aðili er nú grunaður um og lögreglan er með til rannsóknar. Stjórnendur Víkurprjóns munu aðstoða lögregluna eins og kostur er meðan málið er til rannsóknar, segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert