Eldur í íbúðarhúsnæði á Selfossi

Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning um eld í íbúðarhúsnæði klukkan 15:30 í dag. Þegar slökkvilið bar að garði voru nágrannar íbúanna á svæðinu að slökkva eldinn með vatnsslöngu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og reykræsta. Tveir voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.

Eldurinn kviknaði í geymslu eða herbergi í bílskúr hússins. Lögreglan er nú á svæðinu til að rannsaka upptök eldsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert