Ert þú á einni myndinni?

Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson. Úr röð ljósmynda sem Guðmundur Ingólfsson tók á …
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson. Úr röð ljósmynda sem Guðmundur Ingólfsson tók á afmæli Reykjavíkur 1986, fyrir tímaritið Ung.

Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari sló upp tjaldi í miðborginni á 200 ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1986 og tók myndir af ungmennum sem voru að halda upp á daginn. Nú vill hann hitta fólkið aftur og endurtaka leikinn.

Nokkrar ljósmyndanna birtust skömmu síðar í UNG og síðan hefur tíminn liðið og myndirnar, sem sýna á einstaklega forvitnilegan hátt tísku og tíðarandann hjá ungu fólki á þessum tíma, legið óhreyfðar á filmum Guðmundar. 

Hann hefur áhuga á að fá að ljósmynda fólkið aftur og þá helst í sama hópi og áður. Þeim sem taka þátt heitir hann kópíum af gömlu myndinni og þeirri nýju.

Netfang Guðmundar er imynd@símnet.is og er hægt að skoða allar myndirnar hér.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert