Hnupl og innbrot

Lögregla hafði afskipti af búðarhnuplurum í þremur verslunum í dag, Kringlunni, Hagkaup Skeifunni og Heimkaup Smáranum. Skýrslur voru teknar af hnuplurunum og þeim svo sleppt að því loknu.

Eitt innbrot í bifreið var tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Brotist var inn í bifreið sem stóð í bílakjallara í vesturhluta Reykjavíkur. Svo virðist sem læsingin hafi verið snúin upp með skrúfjárni. Mikið af fatnaði og smádóti var stolið úr bifreiðinni. Málið er til rannsóknar.

Bifreið var stolið við bensínstöð í Kópavogi í dag en ökumaðurinn hafi skilið hana eftir í gangi. Nokkru síðar var par í annarlegu ástandi handtekið á stolnu bifreiðinni. Þau eru vistuð í fangageymslum lögreglu þar sem ástand þeirra var mjög annarlegt. Bifreiðin er aftur á móti komin í hendur eiganda. 

 Lögregla stöðvaði akstur bifreiðar sem hafði verið tilkynnt stolin í gær í Reykjavík. Þrjú voru í bílnum og er ökumaðurinn grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja og fíkniefna og því tekin sýni úr ökumanni. Öll þrjú vistuð í þágu rannsóknar en þau voru öll í annarlegu ástandi.

Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í dag en öll voru þau minniháttar og engin meiddist í þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert