Kópavogur semur við Reebok fitness

Kópavogslaug.
Kópavogslaug. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kópavogsbær hefur ákveðið að ganga til samninga við Reebok fitness um útleigu á líkamsræktaraðstöðu í sundlaugum bæjarins við Borgarholtsbraut og í Versölum. Á bæjarráðsfund á fimmtudaginn voru lagðar fram niðurstöður útboðs vegna útleigunnar og var niðurstaðan að velja RFC ehf., en núverandi leigutaki er Gym og heilsa sem einnig rekur slíkar stöðvar í Hafnarfirði, Álftanesi, Hellu og á Reykjarnesi.

Fulltrúar meirihlutans samþykktu tillöguna, en Birkir Jón Jónsson og Ása Richardsdóttir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Þá hefur Gym og heilsa, sem nú rekur stöðvarnar, lagt fram réttarstefnu í málinu til viðurkenningar á því að komist hafi á bindandi leigusamningur milli aðila um leigu á líkamsræktaraðstöðu í sunlaugunum. Var málinu vísað til bæjarlögmanns til afgreiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert