„Ný ferja er engin lausn“

Dýpkunarskipið í Landeyjahöfn.
Dýpkunarskipið í Landeyjahöfn. mbl.is/GSH

„Eins og Landeyjahöfn er í dag þá mun hún aldrei þjóna sínu hlutverki nema sem sumarhöfn. Þó að ný ferja verði smíðuð verða frátafir ekkert minni en í dag. Kostnaður við dýpkun mun minnka óverulega þrátt fyrir nýja ferju, hún er engin lausn.“

Þetta segir Ólafur Ragnarsson skipstjóri, í Morgunblaðinu í dag, en hann var meðal þeirra skipstjórnarmanna sem áttu fund í innanríkisráðuneytinu á fimmtudag um Landeyjahöfn.

Að sögn Ólafs lagði hópurinn m.a. áherslu á að fenginn yrði óháður aðili til að meta stöðuna í höfninni og framhaldið yrði síðan ákveðið. Stjórnvöld verði að gera upp við sig hvort forsvaranlegt sé að verja meiri fjármunum í óbreytta höfn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert