Þjóðarkakan aldrei stærri

Launþegar á Íslandi munu finna fyrir vexti landsframleiðslu.
Launþegar á Íslandi munu finna fyrir vexti landsframleiðslu. mbl.is/Golli

Landsframleiðslan á mann verður 6,86 milljónir króna á Íslandi í ár, eða 140 þúsund krónum hærri en 2007. Hún verður þar með meiri en nokkru sinni í sögunni.

Hún eykst síðan enn frekar og verður orðin 7,16 milljónir króna á mann árið 2018.

Þetta kemur fram í útreikningum Analytica út frá hagspá Seðlabanka Íslands í Peningamálum, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt spánni verður landsframleiðslan 1,88 milljónum króna hærri á hvern landsmann árið 2018 en hún var aldamótaárið 2000. Tölurnar eru á verðlagi árs 2015.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert