Erill hjá björgunarsveitunum

Bílar sitja fastir víða um land.
Bílar sitja fastir víða um land. Ljósmynd/Landsbjörg

Talsverður erill er búinn að vera hjá björgunarsveitunum í dag og í nótt við að ferja fólk úr bifreiðum sem sitja fastar víða vegna ófærðar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nokkrir bílar séu fastir á Þingvallavegi, Vatnaleið á Snæfellsnesi og í Langadal norðaustan við Jökuldal.

Björgunarmenn vinna nú að því að ferja fólk í burtu af svæðunum en skilja bílana eftir ef þeir eru þannig staðsettir að þeir skapi ekki hættu, annars er reynt að flytja þá til. 

Þá segir Ólöf að töluvert hafi verið að gera hjá björgunarsveitunum í nótt og í morgun við að aðstoða sjúkrabíla við að komast leiðar sinnar.

Bjögunarstarf gengur vel fyrir sig enda eru björgunarsveitamenn vanir aðstæðum sem þessum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert