Helgafellið missti gáma í brotsjó

Helgafellið fullhlaðið við höfn í Reykajvík.
Helgafellið fullhlaðið við höfn í Reykajvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgafell, flutningaskip Samskipa, missti 10 gáma um miðjan dag í gær þegar brotsjór kom yfir skipið.

Skipið var staðsett vestur af Færeyjum og var á leið frá Íslandi til Immingham á Englandi þegar óhappið varð. Sukku gámarnir allir á skömmum tíma og var ákveðið að sigla skipinu til Færeyja. Sagt er frá málinu á vefnum jn.fo.

Haft er eftir forstjóra Samskipa, Pálmari Óla Magnússyni, á Vísi að fleiri gámar hafi riðlast við brotsjóinn og því ákveðið að sigla til Færeyja. Ekki er enn vitað hvað var í gámunum, en Samskip mun upplýsa eigendur farmsins um það fljótlega.

Helgafelli haft óhapp við konteynarum sum eru koppaðir umborð nú hann liggur á kollafyri í dag 21.2.2016

Posted by Jens Kristian Vang on Sunday, 21 February 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert