Stúdentagarða í stað Húss íslenskra fræða

Verkefninu var frestað en á dögunum kom Guðrún Nordal, forstöðumaður …
Verkefninu var frestað en á dögunum kom Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, fram og hvatti ráðamenn til að verja fjármunum til byggingar þessa húss. mbl.is/Árni Sæberg

Björn Jón Bragason, ritstjóri Reykjavíkur vikublaðs, vill að byggðar verði íbúðir fyrir stúdenta á við Arngrímsgötu í Reykjavík þar sem búið er að grafa grunn vegna Húss íslenskra fræða. Hann veltir fyrir sér hvort varanleg sýning á handritum þjóðarinnar ætti ekki frekar að vera í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Þetta kemur fram í ritstjórnarpistli Björns Jóns í nýjasta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs. Þar rifjar hann upp að liðin eru tæp þrjú ár frá því að tekinn var grunnur að húsinu á Melunum á milli Landsbókasafnsins og Þjóðminjasafnsins.

Verkefninu var frestað en á dögunum kom Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, fram og hvatti ráðamenn til að verja fjármunum til byggingar þessa húss.

Frétt mbl.is: Bráðvantar Hús íslenskra fræða

„Í þessu sambandi má þó spyrja sig hvort varanleg sýning af þessu tagi ætti ekki fremur heima í Miðbæ Reykjavíkur, sem nú er orðinn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Allt frá því að Landsbókasafnið og Þjóðskjalasafnið fluttu úr Safnahúsinu við Hverfisgötu hefur það hús verið fremur illa nýtt.

Best færi á því að Árnastofnun fengi það hús algjörlega til sinna umráða. Þær mætti koma fyrir varanlegum sýningarsölum og þar gæti stærstur hluti stofnunarinnar haft starfsemi sína í glæsilegum húsakynnum,“ skrifar Björn Jón.

Á lóðinni mætti byggja íbúðir fyrir stúdenta, í næsta nágrenni við Háskóla Íslands.

„Stúdentagarðar á þessum stað mættu gjarnan vera nokkuð há bygging, allt að fimm hæðir. Í rauninni er vart hægt að hugsa sér heppilegri stað fyrir íbúðir stúdenta og þarna yrði það raunhæfur kostur þeirra margra að vera án bíls sem myndi létta á bílastæðavandanum við Háskólann og spara stúdentum kostnað,“ skrifar Björn Jón einnig.

Frétt mbl.is: „Kallað hola íslenskra fræða“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert