Tvær bílveltur á Suðurlandi

Hálka var á veginum þegar slysið varð.
Hálka var á veginum þegar slysið varð. Ljósmynd/Búi Baldvinsson

Tveir bílar ultu og enduðu utan vegar á Suðurlandi um þrjúleytið í dag. Fyrri bíllinn valt á veginum milli Víkur í Mýrdal og Hjörleifshöfða. Í bílnum voru tveir farþegar en ekki er vitað til neinna meiðsla. Farþegarnir voru þó fluttir til öryggis á heilsugæslustöðina í Vík í Mýrdal. Dráttabíll kom og fjarlægði bílinn.

Seinni bílveltan varð við Steig. Í bílnum voru tveir farþegar sem fluttir voru með sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík. Bíllinn var einnig fjarlægður af dráttarbíl.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi eru veðurskilyrði á svæðinu afar slæm og mikil hálka á vegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert