Úr æðruleysi í Ófærð

Séra Karl Matthíasson starfar sem sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti.
Séra Karl Matthíasson starfar sem sóknarprestur í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Ljósmynd/Úr einkasafni

„Þessar stundir eru einstakar og hafa dásamlega nærveru,“ segir séra Karl Matthíasson í viðtali við mbl.is. Í kvöld fer fram æðruleysismessa í Dómkirkjunni í Reykjavík. Í messuna koma margir sem eru að fóta sig í nýju lífi og nóta tólf sporin til að ganga nýjar brautir.

Ásamt Karli mun séra Fritz Már Jörgensson, nývígður prestur frá Noregi, og Díana Ósk Óskarsdóttir,  sem starfaði lengi hjá Foreldrahúsi, koma og halda tölu. Einnig mun einstaklingur koma og deila reynslu sinni með gestum messunnar og segja frá því hvernig líf sitt hefur tekið stakkaskiptum. Hvernig hægt sé að komast út úr lífi sem manni hefur fundist vonlaust yfir í líf fullt af tilgangi.

Karl segir að messan sé í raun viðleitni þjóðkirkjunnar til að koma til móts við fólk sem er að feta nýjar brautir í lífinu. Þá bendir hann á að foreldrar ungs fólks í neyslu leiti sér gjarnan stuðnings í messunni og fái styrk þaðan.

Æðruleysismessan er haldin þriðja sunnudag hvers mánaðar. Karl hvetur fólk til að mæta í messuna og skella sér svo heim að horfa á Ófærð eftir hana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert