Betel í Vestmannaeyjum 90 ára

Tónlist hefur verið ríkur þáttur í starfi Betel-safnaðarins í Eyjum.
Tónlist hefur verið ríkur þáttur í starfi Betel-safnaðarins í Eyjum. Ljósmynd/Ómar Garðarsson

Sýning í tilefni af 90 ára afmæli Betel-safnaðarins í Vestmannaeyjum verður opin næstu þrjár vikurnar en þeim tímamótum fagnaði söfnuðurinn um helgina.

„Við byrjuðum á föstudagskvöldið með sálmakvöldi þar sem voru sungnir gömlu sálmarnir okkar í kántrístíl,“ sagði Guðni Hjálmarsson, forstöðumaður safnaðarins. „Svo á laugardaginn opnuðum við þessa sýningu í Einarsstofu af sögu safnaðarins með myndum og hlutum úr starfinu frá upphafi.“

Söfnuðurinn var formlega stofnaður með skírn 22 stofnfélaga hans árið 1926 og hóf fljótlega m.a. öflugt barnastarf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert