Línubáturinn kominn í tog

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason á siglingu.
Björgunarskipið Oddur V. Gíslason á siglingu. mynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason er með línubátinn, sem varð vélarvana um 30 sjómílur suður af Grindavík, í togi. 

Báturinn var kominn í tog klukkan 16.45 og tekur heimleiðin fjórar klukkustundir.

Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar, eru aðstæður mjög góðar og veðrið gott.

Frétt mbl.is: Vélarvana skip suður af Grindavík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert