„Við erum með leirinn á borðinu

Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Við erum í fullri vinnu við gagnaöflun og skýrslutökur,“ segir Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, um stöðu rannsóknar á mansalsmálinu í Vík í Mýrdal þar sem eigandi verktakafyrirtækis er grunaður um að hafa haldið tveim­ur kon­um með er­lent rík­is­fang í vinnuþrælk­un. Upphaf málsins má rekja til rannsóknar á heimilisofbeldi sem maður­inn er tal­inn hafa beitt eig­in­konu sína.

„Við erum með leirinn á borðinu og erum ekki kominn með mannsmynd á hann.“

Eins og greint var frá fyrir helgi hefur maðurinn verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. mars vegna málsins. Maðurinn er fæddur árið 1975 og er frá Sri Lanka.

Áður hafði komið upp lög­reglu­mál vegna starfs­manna hjá fyr­ir­tæki manns­ins en Þorgrímur segir ekki tímabært að segja til um umfang málsins eða spá fyrir hvernig rannsókn muni vinda fram. Ein skýrsla geti breytt stefnunni alfarið. 

„Við erum í grunninum núna og erum að byggja okkur upp. Hvað byggingin verður há vitum við ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert