Arður greiddur út fyrir einkakostnaði

Það getur komið hluthöfum illa að nota peninga fyrirtækisins til …
Það getur komið hluthöfum illa að nota peninga fyrirtækisins til að kosta sína framfærslu. mbl.is/Golli

Það tók um 30 ár að bregðast við því þegar einkakostnaður var dreginn frá tekjum eins og um rekstrarkostnað væri að ræða.

Ásmundur G. Vilhjálmsson, aðjunkt við viðskiptafræðideild HÍ, segir þetta hafa verið stöðugt vandamál við skattlagningu fyrirtækja hér alla síðustu öld og það sama hafi gilt um þann sið hluthafa að ganga óhindrað um sjóði hlutafélags síns og taka út fé eins og um einkabanka þeirra væri að ræða.

Hann segir annað vandamál hafa komið fram sem snýr að arðgreiðslum til hluthafa. „Miðað við úrskurði síðustu ár þá virðast menn ekki alveg vera klárir á því hvenær má úthluta arði og hverju má úthluta,“ segir Ásmundur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert