Eldsvoði á Vesturgötu

Allt tiltækt lið slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Vesturgötu 12 um átta leytið í morgun vegna elds í kjallaraíbúð.

Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu eru fimm íbúðir í húsinu og komust allir íbúarnir út. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og er reykræstingu lokið. Enginn var fluttur á sjúkrahús en töluverður reykur var í húsnæðinu og fóru reykkafarar inn að leita af sér allan grun.

Þetta var annar eldsvoðinn í Reykjavík í morgun en upp úr klukkan sex kviknaði í á Kleppsvegi. Allir íbúarnir þar sluppu ómeiddir út úr húsinu. Rannsókn á þeim bruna er kominn í hendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Eldsvoði á Kleppsvegi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert