Þorgerður Katrín íhugar framboð

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir íhugar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta staðfestir hún í samtali við mbl.is.

„Já, ég er að íhuga þetta,“ segir hún en vill ekkert tjá sig frekar um málið að svo stöddu. 

Þorgerður Katrín er fyrrverandi menntamálaráðherra en hún starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. Þá er hún fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og sat á Alþingi í 14 ár.

Fréttatíminn greindi fyrst frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert